Contact
Contact form
Tengd - Teymið
Við sérhæfum okkur í ráðgjöf og fræðslu um skjátíma og öryggi barna og ungmenna á netinu
Daðey Albertsdóttir
Sálfræðingur
Daðey Albertsdóttir er sálfræðingur með áhuga á uppeldi, tengslamyndun og vellíðan barna og ungmenna í stafrænum heimi. Hún lauk meistaraprófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2020 og B.sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012.
Daðey starfar hjá Fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar og Domus Mentis Geðheilsustöð. Þar vinnur hún aðallega með foreldraráðgjöf, hegðunarvanda og kvíða hjá börnum og unglingum. Hún sinnir einnig ýmiskonar fræðslu til foreldra m.a. um tengslamyndun, hegðun og líðan barna og unglinga, skjátíma og samfélagsmiðla. Þá sinnir hún einnig fræðslu til fagfólks í leik- og grunnskólum.
Daðey er höfundur námskeiðsins Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið sem kennt hefur verið síðustu fjögur ár. Markmið námskeiðsins er að styðja við foreldra í að efla tengsl og samskipti við börnin sín og byggja traustan grunn í uppeldinu.
Silja Björk Egilsdóttir
Sálfræðingur
Silja Björk lauk B.A. prófi í sálfræði frá HÍ árið 2008 og meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Lund University árið 2012. Hún er sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu
Hún hefur sótt ýmis námskeið og vinnustofur í hugrænni atferlismeðferð og díalektískri atferlismeðferð (DAM) ásamt áfallameðferð. Silja hefur haldið námskeið fyrir foreldra, unglinga og börn varðandi uppeldi barna, ADHD, OCD, kvíða og tilfinningavanda.
Silja Björk hefur starfað sem sálfræðingur á barna- og unglingageðdeil í Svíþjóð, á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (nú RGR) og í leik- og grunnskólum.
Silja Björk sérhæfir sig í fjölbreyttum taugaþroska, tilfinningavanda barna og unglinga, OCD og uppeldisráðgjöf til foreldra. Að auki tekur hún að sér handleiðslu fagfólks.
Skúli Bragi Geirdal
Fjölmiðlafræðingur
Skúli Bragi Geirdal er fjölmiðlafræðingur að mennt og sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis.
Síðustu ár hefur Skúli ferðast með forvarnar og fræðsluerindi um félagslegt netöryggi og miðlalæsi um allt land og haldið yfir 500 erindi fyrir um 23.000 manns. Hann á sæti í aðalstjórn UMFÍ og er stundakennari í fjölmiðlafræðum við Háskólann á Akureyri.
• Skúli leiðir vinnuhóp Forseta sem nefnist Símafriður – um áhrif snjalltækja- og samfélagsmiðla á líf og líðan barna og ungmenna.
• Hann á sæti í vinnuhópi mennta- og barnamálaráðherra um mótun reglna um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum.
• Hann situr í tengiliðahópi Þjóðaröryggisráðs um rýni á mögulegri miðlun erlendra ríkja eða aðila þeim tengdum á „fölskum fréttum“, áróðri, lygum og undirróðri hér á landi sem miðar að því að grafa undan samfélagslegu trausti og lýðræðislegum gildum.
• Hann er þá fulltrúi Íslands í Nordic MIL Survey Expert Group – Sem vinnur að samnorrænni rannsókn á miðlalæsi.